Ný útgáfa af Vegahandbókinni

Ný og endurbætt útgáfa af Vegahandbókinni er komin út. Bókin er hafsjór af fróðleik um land og ljóð, algjör lykill að landinu.
Kortabók, 24 síður, í mælikvarðanum 1:500 000 er í bókinni, sem gefur góða yfirsýn. Laust yfirlitskort fylgir einnig með.
Meðal nýjunga í ár eru upplýsingar um heitar laugar og heilsulindir. Með því að skanna QR kóða fást upplýsingar um GPS hnit staðanna auk mynda og frekari upplýsinga um staðina. Með því að nota QR kóða er einnig hægt að hlusta á fjöldan allan af þjóðsögum í símanum.
Vegahandbókar App fylgir hverri bók, þar er að finna alla þá staði sem eru í bókinni ásamt þúsundum þjónustuaðila um land allt.
Bækurnar fást á bensístöðvum N1 og Olís og ef farið er með eldri útgáfur í bókabúðir fæst 1.500 kr. afsláttur á nýrri bók.