Vegahandbókin

Vegahandbókin – Ferðahandbók Íslendinga í 40 ár

Vegahandbókin hefur verið í bílum landsmanna í 40 ár. Bókin hefur verið í stöðugri uppfærslu og endurnýjun frá fyrstu útgáfu. Nýjasta afurðin er snjallsímaútgáfan. Í máli, myndum og með kortum er ferðalangnum vísað til vegar og hann fræddur á ferð sinni.

Snjallsímaútgáfa fylgir bókinni

Vegahandbókin er nú fáanleg í snjallasímaútgáfu (App) fyrir síma og spjaldtölvur (iOS og Android). Snjallsímaútgáfan fylgir með bókinni og er hún á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku.

Í snjallsímaútgáfunni er að finna alla þá staði sem eru í bókinni ásamt þúsund þjónustuaðila um allt land. Hægt að sjá hvernig snjallsímaútgáfan virkar með því að fara inn á Vegahandbókin App á youtube.

Kortabók sem auðveldar notkun Vegahandbókarinnar

Í Vegahandbókinni er ítarleg kortabók. Auðvelt er að fletta milli bókarinnar og kortabókarinna til að fá yfirsýn yfir það svæði sem ferðast er um.

Með QR kóðum er hægt að fá gagnlegar upplýsingar svo sem um áætlun ferja, veður og færð.

Lesnar þjóðsögur

Boðið er upp á að hlusta á fjöldann allan af lesnum þjóðsögum í símanum með því að skanna QR kóða og einnig er stór kafli í bókinni tileinkaður lífi Fjalla-Eyvindar, konungi íslenskra öræfa og jökla.

Viðaukar og skrár sem eru í bókinni

 • Hesta-, kúa-, sauða- og hundalitir
 • Geitur
 • Beint frá býli
 • Heitar laugar
 • Hellar
 • Huliðsheimar
 • Fjalla-Eyvindur
 • Almannavarnir
 • Umferð – opnun fjallvega
 • Vegalanegdir milli fjarstaða
 • Hæð fjallvega
 • Ýmsar staðreyndir um landið